Ingimar Eydal
Tæknimál á stórmótum
Ingimar fer yfir tæknilegar útfærslur og framkvæmd á EM í fótbolta sem fram fór víðs vegar um Evrópu árið 2021. Ingimar var umsjónarmaður línumiðstöðvar í Kaupmannahöfn, og ætlar að segja frá því sinni upplifun af tæknimálum á stórmóti - þar sem myndavélarnar skipta tugum og myndmerkin hundruðum.
Ingimar hefur síðasta áratug unnið við tæknistjórn á sjónvarpsútsendingum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann hefur komið að útsendingum á íþróttum og afþreyingu á vegum BBC, NBC, Disney og Netflix svo eitthvað sé nefnt, en er nú fluttur heim til Íslands og rekur fyrirtækið Castor Miðlun sem sinnir ráðgjöf og framleiðslu á útsendingum hverskonar.