Rósa Dögg Þorsteinsdóttir
Mjúku málin - Sjálfbærni og fjölbreytileiki
Fjallað verður um sjálfbærniviðmið í viðburðar- og sviðslýsingu en það eru að eiga sér stað orkuskipti í þessum bransa líkt og fleirum, meðal annars í formi orkusparandi ljósa. Snýst þetta bara um að vera græn og skipta yfir í LED eða hvað annað liggur að baki vistvænum kaupum á ljósum? Sýnd verða dæmi um sjálfbærniviðmið úr nýlegu útboði hreyfiljósa í Hörpu. Kynntur verður hvetjandi og alþjóðlegur stafrænn vettvangur, Women in lighting, sem varpar ljósi á konur sem starfa á sviði ljósa og lýsingarhönnunar. Vettvangurinn miðar að því að auka sýnileika kvenna sem starfa við lýsingu til að hvetja, styðja og veita innblástur fyrir næstu kynslóð.
Rósa Dögg er lýsingarhönnuður og eigandi Ljósark, stundakennari í HR, stofnandi Vistbókar og er Women in lighting fulltrúi Íslands. Rósa hefur undanfarin 15 ár starfað við lýsingarhönnun í arkitektúr, borgarskipulagi, söfnum og viðburðum og beitt sér fyrir þekkingu á lýsingartækni, sjálfbærni og ljósvist með fyrirlestrum og námskeiðum og var um tíma formaður Ljóstæknifélagsins.